Uncategorized — 08/07/2011 at 22:43

“Ég mun berjast gegn því að þeir fari frá félaginu”

by

Í dag birtist viðtal við Arsene Wenger á arsenal.com. Þetta er fyrsta viðtalið við Wenger eftir sumarfrí og var hann að sjálfsögðu spurður út í ástandið með Fabregas og Nasri.

Wenger var frekar fljótur að svara þeirri spurningu og sagði “Okkar afstaða er sú sama og áður, við viljum halda bæði Nasri og Fabregas hér hjá Arsenal og ég mun berjast gegn því að þeir fari frá félaginu.”

Wenger var einnig spurður út í nýja leikmenn og þar var það sama upp á teningnum, svörin stóðu ekki á sér. “Við erum að vinna mikla vinnu varðandi nýja leikmenn en í raun er best að tala sem minnst um það, af því að því meira sem maður segir því erfiðara verður að ná þeim leikmanni sem maður vill. Það eina sem ég get lofað er að við vinnum mikla yfirvinnu við að reyna að ná nýjum leikmönnum til liðsins.”

“Ég skil vel að stuðningsmennirnir séu orðnir óþreyjufullir eftir nýjum leikmönnum, en trúið mér, ég þekki til allra fótboltafélaga í heiminum og allir klúbbarnir vilja sama leikmanninn í sömu stöðuna á vellinum. Við erum meðal bestu liða heims og þurfum þess vegna topp topp leikmenn til að bæta liðsheildina. Ég get vel skilið að fólk segi þú hefur peninga til að kaupa og þarft því að kaupa leikmenn, en málið er ekki svona einfalt.”

Wenger sló meðal annars á létta strengi og sagði að í raun værum við þegar búinir að fá einn nýjan leikmann sem væri Tomas Vermaelen.

Við skulum því vona að öll þessi bið eftir að Arsenal kaupi leikmann sem getur breytt stöðu mála sé þess virði.

Wenger var einnig spurður um stöðuna með unga Japanann Ryo Miyaichi sem var í láni hjá Feyenoord á síðustu leiktíð. “Hann mun ferðast með okkur til Asíu einfaldlega af þeirri ástæðu að hann er frábær leikmaður og ég held að allir séu mjög forvitnir fyrir því að sjá hann spila. Honum gekk mjög vel hjá Feyenoord og við fengum svo margar góðar skýrslur af gengi hans þar. Hann er mjög spennandi.”

Þeir sem eru með ARSENAL PLAYER aðgang geta séð viðtalið hér

 

Comments

comments