Arsenal Almennt, Leikjaumfjöllun — 10/01/2016 at 02:40

Eftir Sunderland: Áfram í bikarnum – Viðtöl

by

Helstu atvik má sjá á forsíðu Arsenal.is
Arsenal hófu titilvörn sína í The Emirates FA Cup á góðum heimasigri gegn Sunderland, 3-1.

Mistök Laurent Koscielny varð til þess að Sunderland komst yfir með marki frá Jermaine Lens.

Það var hinsvegar Joel Campbell sem jafnaði metin örskömmu síðar eftir góðan undirbúning frá Theo Walcott.

Í seinni hálfleik var “The Hector Bellerin show” en hann undirbjó tvö mörk í seinni hálfleik sem tryggði Arsenal 3-1 sigur.

Það var varamaðurinn Aaron Ramsey sem skoraði fyrra markið en hann hafði nýverið komið inn á sem varamaður.

Markahrókurinn Olivier Giroud kom Arsenal í 3-1 á 78. mínútu og það var því á brattan að sækja fyrir gestina í Sunderland sem eru úr leik.

Ný andlit fengu að líta dagsins ljós en Alex Iwobi byrjaði leikinn í holunni sem Mesut Özil spilar vanalega í og þótti standa sig ágætlega. Þá fékk Jeff Reine Adelaide um korter á vellinum eftir að Arsenal hafði komist í 3-1.

Arsene Wenger
,,Þegar þú spilar gegn úrvalsdeildarliði muntu alltaf þurfa að hafa fyrir hlutunum. Við áttum mjög sannfærandi hálfleik og tókum völdin hægt og hægt. Í fyrri hálfleik lentum við undir og urðum að finna okkur leiðir því við vorum beittir á miðjunni. Eftir það tókum við yfir í seinni hálfleik, spiluðum á þeirra vallarhelming og skoruðum frábær mörk og sköpuðum færi”

,,Við höfum unnið bikarinn tvisvar í röð og við tökum keppninni með þrá til að gera vel og reyna að vinna hana. Þetta er langur vegur framundan. Chamberlain varð sterkari eftir því sem á leið leikinn og var góður í seinni hálfleik og betri. Joel Campbell var mjög góður og Alex Iwobi gerði vel í fyrri hálfleik en þreyttist fljótlega í seinni.”

,,Mér líkar við tímasetningarnar á sendingunum hans Iwobi. Það er mjög mikilvægur hluti af því að spila í gegnum miðjuna. Sem ungur strákur er hann eki hræddur við að koma inn á og það er ekki auðvelt”


Comments

comments