Leikjaumfjöllun — 02/01/2016 at 22:34

Eftir Newcastle: Viðtöl og helstu atvik

by

zp_20_611

Arsenal átti baráttusigur á Emirates Stadium kl. 15:00 í dag í fyrsta leik ársins gegn Newcastle.

Líklega er óhætt að segja að sálræni þáttur Arsenal manna hafi reynst nógu sterkur til að taka þrjú stig með úr leiknum en Arsenal voru langt frá því að spila sinn besta fótbolta.

Það var Laurent Koscielny skoraði eina mark leiksins eftir hornspyrnu og tryggði Arsenal dýrmæt þrjú stig.

Theo Walcott
,,Hann skorar risamörk á risa augnablikum,” sagði Walcott um Laurent Koscielny sem skoraði sigurmarkið. ,,Ég gat séð hversu mikið hann lagði á sig og vildi vinna þennan leik. Sú staðreynd að hann fer fram í hverju einasta horni sýnir að hann er mikil ógn og náði markinu sem hann verðskuldaði og við héldum út, svo að við náðum að halda hreinu”

Laurent Koscielny
,,Þetta var erfiður leikur og Newcastle spilaði vel, sérstaklega hægra megin með bakvörðinn þeirra og Sissoko einnig. Þetta var erfitt en þetta hafðist að lokum og það er það mikilvægasta. Við byrjuðum vel fyrsta korterið og vorum með góðar sendingar og hreyfingar. Eftir það urðum við þreyttari og vissum að við þyrftum að vera sterkari til að halda hreinu. Stundum verður að vinna á þennan hátt.”

,,Ég hef skorað gegn Newcastle áður en það mikilvægasta er að liðið sigraði og ég er ánægður með markið. Við verðum að vera einbeittir því það eru margir erfiðir leikir eftir á seinni hlutanum. Í næstu viku verða erfiðir og mikilvægir leikir gegn stórum liðum svo að við verðum að hafa alla einbeitta”

Arsenal Wenger
,,Þetta var mikill vinnusigur, við undirbjuggum okkur undir það að þurfa að leggja hart að okkur og að við gætum þurft að fara erfiðu leiðina að sigrinum. Við vorum ekki upp á okkar besta og það vitum við en við spiluðum gegn góðu liði.”

Viðtal við Laurent Koscielny
Viðtal við Wenger eftir leik

Comments

comments