Uncategorized — 17/07/2014 at 19:30

Eðal maðurinn Özil gerði fleira í Brasilíu en að spila fótbolta.

by

20140704-133056-48656158.jpg

Mesut Özil lætur sér ekki nægja að vinna einn heimsmeistara titil þessa dagana heldur er hann duglegur að láta gott af sér leiða. Fyrir heimsmeistaramótið þá hafði hann styrkt aðgerðir ellefu veikra barna í Brasilíu. Eftir keppnina ákvað hann að halda áfram og hefur gefið það út að hann hafi gefið £350.000 af tekjum sínum í tuttugu og þrjár aðgerðir í heildina. Ástæða fyrir tölunni tuttugu og þrem er að sigur þýskalands er sigur heildarinnar en ekki bar ellefu manna og því hækkaði hann fjöldann.

Upphaflega kom upp einhver misskilningur í gegnum félagsmiðilinn twitter að Özil hafi gefið bónusinn sem hann fékk fyrir að vinna HM til Gaza en það var leiðrétt af talsmanni Özil og leiðrétt með fréttinni um aðgerðirnar tuttugu og þrjár.
Glæsilegt framtak hjá okkar manni og fleirrum sem hafa gert eitthvað svipað eftir mótið.

Magnús P.

Comments

comments