Uncategorized — 02/08/2013 at 10:41

Eboue elskar enn Arsenal

by

 

Emmanuel-Eboue

Emmanuel Eboue, fyrrverandi leikmaður Arsenal, mun snúa aftur á Emirates til að spila fyrir Galatasaray um helgina í vináttumótinu Emirates Cup.

Þessi þrítugi Fílbeinstrendingur spilaði í sex ár hjá Arsenal og er mikils metinn af stuðningsmönnum félagsins, en hann segist ennþá elska félagið

,,Ég tala enn við suma strákana reglulega, t.d. Sagna og Diaby og stundum Arsene Wenger. Ég vil alltaf heyra fréttir af félaginu því ég er stór stuðningsmaður þeirra. Ég er leikmaður Galatasaray í dag en ég elska enn Arsenal og horfi alltaf á leikina þeirra.”

,,Klúbburinn gerði mér bara gott og ég átti aldrei í vandamálum við neitt. Minn eini slæmi dagur var leikur gegn Wigan, en það er eitthvað sem þú verður að vera tilbúinn fyrir sem fótboltamaður. Ég mun aldrei aldrei gleyma Arsenal eða stuðningsmönnum og get ekki beðið eftir að sjá þá aftur.”

,,Ég er svo spenntur fyrir Emirates Cup. Ég var í fríi þegar ég fann út að ég ætti að spila þarna, vinur minn hringdi og sagði ,,Manu, þú veist þú ert að fara að spila í Emirates Cup gegn Arsenal?”, ég trúði því ekki. Ég get ekki beðið eftir að sjá fyrrum liðsfélagana, starfsfólkið og aðdáendur að sjálfsögðu. Þeir gerðu mér svo margt gott og þetta er frábær reynsla.”

Frétt upprunalega frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments