Uncategorized — 23/07/2011 at 22:48

Eboue á leið til Galatasaray

by

Emmanuel Eboue er á förum frá Arsenal ef marka má fréttir og er sagt að Galatasaray sé tilbúið að borga 4 milljónir punda fyrir hann. Eboue fór ekki með liði Arsenal til Asíu um daginn og tók ekki þátt í leiknum gegn FC Cologne í dag.

Eboue hefur átt ansi stormasamt samband við aðdáendur Arsenal í gegnum tíðina og var hann meðal annars púaður niður í leik gegn Wigan árið 2008

Emmanuel Eboue hefur spilað alls 214 leiki fyrir Arsenal og skorað í þeim alls 10 mörk. Hann gekk til liðs við Arsenal í Janúar 2005.

Félagar hans Nicklas Bendtner og Manuel Almunia eru einnig sagðir vera  á leið til annara félaga en ekkert hefur verið ljóstrað upp um hvaða félög þeir eru að semja við.

 

Comments

comments