Uncategorized — 28/08/2015 at 09:16

Dregið í Meistaradeildinni – Arsenal mætir Bayern

by

Sant_Gold

Arsenal mætir Alfreði Finnbogasyni og félögum í Olympiakos í Meistaradeild Evrópu í vetur en auk þeirra eru stórliðið Bayern Munchen frá Þýskalandi og Dinamo Zagreb frá Króatíu.

Fyrsti leikur verður gegn Zagreb á útivelli og síðan kemur heimaleikurinn gegn Olympiakos. Seinna koma tveir leikir í röð gegn Bayern, fimmti leikurinn verður heima gegn Zagreb og síðasti leikurinn á útivelli gegn Olympiakos.

Leikur Arsenal og Dinamo Zagreb fer fram miðvikudaginn 16. september kl. 19:45.

Comments

comments