Uncategorized — 13/09/2011 at 23:26

Dortmund – Arsenal 1-1

by

Fyrsti leikur Arsenal í riðlakeppni meistaradeildarinnar var spilaður í kvöld í Þýskalandi og var Arsenal mjög nálægt því að ná góðum útisigri en varamaður Dortmund, Ivan Perisic skoraði ótrúlegt og óverjandi mark rétt undir lok leiksins en Van Persie skoraði mark Arsenal. En þrátt fyrir jafntefli þá er ég mjög sáttur þar sem Dortmund liðið er mjög gott lið og leikmenn Arsenal sýndu sanna baráttu allan leikinn.

Eins og flestir vita þá sat Arsene Wenger upp í stúku allan leikinn þar sem hann var í banni en Pat Rice stjórnaði liðinu frá varamanna bekknum. Okkar menn byrjuðu leikinn mjög rólega en eftir um 15-20 mínútna leik þá fór Arsenal að láta til sín taka almennilega. Gervinho fékk dauðafæri í byrjun leiks sem hann náði ekki að nýta og svo fékk hann annað dauðafæri um miðjann seinni hálfleik sem honum tókst heldur ekki að nýta. Mark Arsenal kom á 42 mínútu en Van Persie náði þá boltanum af varnarmanni Dortmund og lék með boltann upp völlinn með hjálp Theo Walcott. Van Persie fékk allavega tvö önnur góð færi í leiknum sem hann náði ekki að nýta.

Síðarri hálfleikurinn var nánast einstefna að marki Arsenal og gekk oft ansi illa að hreinsa boltann frá vítateignum og má því segja að Dortmund hafi legið í sókn allan hálfleikinn en Arsenal fékk þó nokkrar góðar sóknir.

Eitt stig er ekki slæmt gegn liði Dortmund á þeirra heimavelli og var Pat Rice mjög ánægður eftir leikinn og vill meina að Arsenal sé með frábært lið sem geti varist mjög vel. Ég held ég verði að vera Pat Rice alveg sammála enda hef ég ekki séð leikmenn Arsenal berjast af svo miklum krafti mjög lengi.

Maður leiksins: Allir voru frábærir

 

 

BYRJUNARLIÐIÐ:

Wojciech Szczesny
Bacary Sagna
Kieran Gibbs
Per Mertesacker
Laurent Koscielny
Alex Song
Mikel Arteta
Theo Walcott(76)
Gervinho(84)
Yossi Benayoun
Robin van Persie(84)

BEKKURINN:

Lukasz Fabianski
Andre Santos(84)
Johan Djourou
Emmanuel Frimpong(76)
Ju Young Park
Andrey Arshavin
Marouane Chamakh(84)

 

Comments

comments