Uncategorized — 03/01/2013 at 21:18

Djourou samþykkir að fara til Hannover 96

by

 

johann

Svissneski varnarmaðurinn Johan Djourou hefur samþykkt að fara til Hannover 96 á lán. En þetta staðfesti þýska liðið í kvöld.

Hannover spilar í þýsku Bunderslígunni.

Johan segir að hann sé með þessu að fara til þess liðs sem vill hann hvað mest og hann fái að spila nóg þar. En tækifærin hans hjá Arsenal hafa verið fá, meira segja Squillaci er framar en hann í goggunarröðinni í dag.

Wenger tilkynnti það fyrr í dag að bæði Djourou og Squillaci mættu fara í janúar. Auk þess þá hefur Wenger sagt að það verði nóg að gera hjá honum í janúar þannig að hann er byrjaður.

SHG

Comments

comments