Uncategorized — 22/04/2014 at 22:46

Diaby spilaði 45 mínútur í kvöld

by

Barclays U21 Premier League - Arsenal v Chelsea

Já, hann er enn á lífi og hann spilaði 45 mínútur með U-21 liði Arsenal gegn Chelsea á Emirates í kvöld.

Abou Diaby spilaði í kvöld sinn fyrsta leik síðan í mars á síðasta ári þegar hann spilaði með U-21 liði Arsenal gegn Chelsea. Wenger sagði að hann er í 100% líkamlegu formi en vantar núna bara að spila. Hann var góður í dag og var Arsenal með yfirhöndina á meðan hann var inn á og leiddi 1-0 í hálfleik. Hann var óheppinn að skora ekki á 13. mínútu leiksins og gerði hann leikmenn í kringum sig betri.

En það var allt annað lið sem kom til baka í síðari hálfleik, og greinilegt að leikmenn söknuðu Diaby. Endaði leikurinn þannig að Chelsea skoraði 2 og vann.

En það verður ekki tekið af Arsenal né Diaby að hann er að komast í gang. Núna er bara spurning hort hann haldist heill í einhvern tíma.

SHG

 

Comments

comments