Uncategorized — 08/09/2012 at 09:30

Diaby segir að það voru hans örlög að gefast ekki upp

by

Miðjumaður Arsenal, Abou Diaby spilaði í fyrsta skipti í langan tíma fyrir Frakka í gær og skoraði sigurmak liðsins gegn Finnum.

Hann er staðráðinn í að bæta upp fyrir allan þann tíma sem hann hefur misst af vegna meiðsla síðustu árin.

Diaby sem er 26 ára hefur spilað vel á miðjunni í fyrstu þremur leikjum Arsenal og hann vill helst ekki missa af leik á þessu tímabili.

“Ég hef átt mjög erfiða tíma, suma daga hef ég verið þunglyndur, en jafnvel þá, þá hef ég alltaf haft trúnna,” sagði Diaby í gær.

“Ég sagði við sjálfan mig að sumir eru í verri sporum en ég. Ég er 26 ára og ég geri mér grein fyrir því að ég er á tímamótum hvað varðar ferilinn minn. Þess vegna var svona mikilvægt fyrir mig að geta spilað þetta tímabil. Núna er ég varkár alla daga, ég pæli mjög mikið í smáatriðum, ég tek enga áhættu.”

“Ég hef þroskast mikið og fékk loksins heilt undirbúningstímabil. Núna er staðan þannig að ég þarf að sýna hvað ég get á vellinum.”

Diaby sem er núna að undirbúa sig fyrir næsta leik með Frökkum, gegn Hvíta-Rússlandi viðurkennir að meiðslin hans voru farin að hafa veruleg andleg áhrif.

“Á síðasta tímabili, fyrir leikinn gegn Fulham, þá var ég skjálfandi á bekknum ég var svo hræddur að meiðast. Þetta var ótrúlegt.”

En hann hefur komið sterkur til baka og sumir segja að Arsenal muni ekki sakna Song þetta tímabil haldist Diaby heill.

„Allt sem ég vildi var að spila aftur. Ég er fæddur með mikið skap og ég gefst aldrei upp. Kannski hefðu einhverjir í mínum sporum gefist upp, en fyrir mig var þetta aldrei spurning. Það voru mín örlög að koma til baka. Ég hef þurft að berjast fyrir því að komast aftur út á völl en núna ætla ég að bæta upp fyrir tímann sem ég var meiddur.“

SHG

Comments

comments