Uncategorized — 23/07/2015 at 22:50

Diaby í læknisskoðun hjá West Brom um helgina

by

Diaby

Miðjumaðurinn Abou Diaby, sem nú er félagslaus eftir að samningur hans við Arsenal rann út í sumar mun fara í læknisskoðun hjá West Brom um helgina.

Þetta eru heimildir frá fréttastofu SkySports sem greina frá þessu en Diaby spilaði í níu ár með Arsenal og hlaut rúm 40 mismunandi meiðsli á sínum ferli.

Hann spilaði aðeins einn leik á seinustu leiktíð fyrir Arsenal, en það var tapleikur gegn Southampton í þriðju umferð deildarbikarsins. Hann spilaði 124 leiki fyrir Arsenal á sínum ferli og þótti standa sig vel þegar hann var heill.

Meiðslin sem hann hlaut í leik gegn Sunderland um árið var nálægt því að binda enda á feril Diaby, en óhætt er að segja að meiðslin hafi komið í veg fyrir að hann hafi orðið sá leikmaður sem vonast var eftir.

EEO

Comments

comments