Uncategorized — 22/11/2011 at 15:00

Diaby aftur heill heilsu

by

Týndi leikmaðurinn, Abou Diaby er aftur orðinn heill heilsu eftir að hafa gengist undir uppskurð á ökla í sumar og verður væntanlega í hóp Arsenal sem spilar gegn Dortmund á Emirates Stadium á morgun Miðvikudag.

Diaby hefur ekki spilað eina einustu mínútu fyrir Arsenal í allan vetur og verður gaman að fá að sjá hvernig hann kemur inn í þetta nýja Arsenal lið þ.e hann meiðist ekki strax aftur en allur hans ferill hjá Arsenal hefur einkennst af stórri meiðslasögu.

Meiðslalisti Arsenal lítur svona út:  Tomas Rosicky, Jack Wilshere, Bacary Sagna, Carl Jenkinson, Ryo Miyaichi og Kieran Gibbs eru allir meiddir.
Með sigri á morgun getur Arsenal tryggt sér farseðilinn í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar.

 

Comments

comments