Uncategorized — 28/06/2011 at 20:40

Bergkamp orðinn aðstoðarþjálfari Ajax

by

Arsenal goðsögnin Dennis Bergkamp er orðinn aðstoðarþjálfari Ajax og vinur því við hlið vinar síns og fyrrverandi landsliðsfélaga Frank De Boer en þeir ólust einmitt báðir upp í yngri flokkum Ajax. Bergkamp var á síðasta og tímabilið þar á undan yfir unglingastarfi Ajax en hefur nú fengið stöðuhækkun.

De Boer var 11 ár hjá Ajax frá 1988 til 1998 og vann deildarmeistara titla, UEFA Cup og Meistaradeildina meðal annars á þessum tíma. Hann spilaði einnig með Rangers, Barcelona og Galatasaray. Hann spilaði 112 landsleiki fyrir Holland.

Bergkamp var á þessum tíma hjá Arsenal eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Inter Milan árið 1995 og hefur hann sagst opinberlega viljað reyna fyrir sér hjá Arsenal sem þjálfari í framtíðinni.

Bergkamp lék 387 leiki fyrir Arsenal og skoraði í þeim 87 mörk. Hann lék 79 landsleiki og skoraði 37 mörk.

httpv://www.youtube.com/watch?v=piYh2UfX-GY

Comments

comments