Uncategorized — 18/07/2011 at 11:16

Denilson lánaður í 1 ár til Brasilíu

by

Denilson hefur nú haldið til Brasilíu, í sitt heimaland en þar mun hann spila allavega næsta árið með Sao Paulo en það er einmitt það lið sem hann var keyptur frá árið 2006. Hann kostaði Arsenal 3,5 milljón punda og átti hann bjarta framtíð um tíma með Arsenal. En nú undir það síðasta hefur verið að koma í ljós að hann var aldrei leikmaður sem átti eftir að verða lengi leikmaður Arsenal og því var 1 árs lán til Sao Paulo það sem þurfti.

“Ég fer frá félaginu með sorg í hjarta, ég á svo marga vini hjá Arsenal en þar hafa allir verið svo hjálpsamir gagnvart mér. Mig langar að segja takk við alla hjá klúbbnum og eins alla stuðningsmenn Arsenal sem hafa alltaf tekið mér vel. Minn fókus er nú á því að gera góða hluti í Brasilíu næsta tímabil en mun samt alltaf leita upp úrslit úr leikjum Arsenal. Arsenal er frábær klúbbur Með svo marga úrvals leikmenn, gangi ykkur vel á tímabilinu sem fer að byrja.” Sagði Denilson

Takk fyrir það Denilson, gangi þér vel í Brasilíu.

 

Comments

comments