Uncategorized — 26/05/2012 at 12:07

Dempsey vill spila í Meistaradeildinni

by

Clint Dempsey sem fór á kostum hjá Fulham í vetur og hefur reglulega verið orðaður við Arsenal segist vilja spila í Meistaradeildinni á næsta ári.

Dempsey sem er 29 ára skoraði 17 mörk fyrir Fulham og var markahæstur. Hann var í viðtali við Sports Illustrated þar sem Fulham hafa boðið honum nýjan samning.

“Ég mun alltaf vera þakklátur fyrir það sem Fulham hefur gert fyrir mig. Sumar af bestu minningum mínum úr fótboltanum hafa orðið til hjá þeim. En staðreyndin er sú að mig langar að spila í Meistaradeildinni,” sagði Dempsey.

“Ég vil gera eins mikið og ég get á ferli mínum og þegar ég lít til baka þá vil ég ekki sjá eftir neinu. Það að spila í Meistaradeildinni er eitthvað sem ég hef aldrei gert. Mig langar að athuga hvort ég geti spilað á eins háu gæðastigi og hún er. Ef ég hefði viljað taka það rólega og líða vel, án þess að móðga MLS (Ameríska atvinnumannadeildin), þá hefði ég aldrei yfirgefið MLS. Ég er áhættusækinn og ég vil hoppa út í djúpu laugina og athuga hvort ég bjargi mér.”

Dempsey hefur með þessum orðum útilokað töluvert af möguleikum en svo sannarlega opnað þann möguleika á að koma til Arsenal. Núna er bara að bíða og sjá hvort Arsenal hafi virkilega áhuga á honum.

SHG

Comments

comments