Uncategorized — 12/04/2013 at 14:26

Dein: Wenger mun styrkja liðið

by

Wenger Lede Art

David Dein, fyrrum varaformaður Arsenal, segist full viss um að Arsene Wenger muni styrkja liðið á komandi sumri.

Margir stuðningsmenn liðsins eru orðnir þreyttir á biðinni eftir næsta titli en átta ár eru frá því liðið vann síðasta titil eins og þekkt er.

,,Staðreyndin er sú að hann þarf að styrkja liðið og ég veit hann mun gera það. Hann er einn af bestu knattspyrnustjórum heims, hefur þjálfað í yfir 30 ár og veit hvað hann er að gera.”

,,Hann veit hvað hann vill og þetta er bara spurning um að finna réttan leikmann með rétta hæfileika. Þetta er langt og strangt tímabil og ég er mikill stuðningsmaður Arsene.”

Frétt 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments