Uncategorized — 19/10/2012 at 14:34

Deildin byrjar aftur á morgun með leik við Norwich

by

Arsenal mun mæta Norwich á Laugardag klukkan 16:30 en nú hefur klukkunni á Englandi verið breytt.

Fréttir segja að Jack Wilshere muni verða í liðinu ásamt Bacary Sagna og ekki eru það nú slæmar fréttir þó svo þeir byrji nú líklega á bekknum báðir.

Theo Walcott meiddist í lunga í landsleik með Englendingum í síðustu viku og mun hann ekki verða leikfær á morgun. Kieran Gibbs mun heldur ekki spila á morgun vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn West Ham, Andre Santos mun því væntanlega leysa hann af. Markverðirnir Szczesny og Fabianski eru enn meiddir og það nýjasta er að Fabianski mun þurfa í uppskurð sem mun halda honum frá fótboltavellinum í um 3 mánuði. Rosicky og Diaby eru enn meiddir og eru nokkrar vikur i að þeir muni spila á ný.

Það eru því 6 leikmenn sem eru á meiðslalista Arsenal þessa stundina.

Líklegt lið á morgun Laugardag er því:

Comments

comments