Uncategorized — 17/07/2014 at 17:54

Debuchy verður í treyju númer 2

by

Arsenal Unveil New Signing Mathieu Debuchy

Eins og margoft hefur komið fram en átti eftir að vera staðfest af klúbbnum þá hefur Arsenal fengið Frakkann Mathieu Debuchy frá Newcastle til að leysa Sagna af hólmi í hægri bakverði.

Hann var tilkynntur til félagsins fyrr í dag og svo núna rétt áðan kom á Instagram félagsins staðfesting á að hann verði númer 2. Ef Diaby gaf það númer frá sér fyrir síðasta tímabil.

Debuchy sem er 28 ára spilað 46 deildarleiki fyrir Newcastle þá 18 mánuði sem hann var þar, en áður hafði hann spila 233 deildarleiki fyrir Lille auk 18 Meistaradeildarleiki.

Hann hefur spilað 25 leiki fyrir Frakka og var á undan Sagna í goggunarröðinni á HM.

“Ég er mjög stolltur aðvera aðkoma í klúbb eins og Arsenal og klæðast rauðu treyjunni frægu. Þetta er einn af stærstu klúbbum í heimi. Ég hlakka til að vinna með Arsene Wenger og hjálpa liðinu að byggja á árangur síðasta tímabils. Að spila aftur í Meistaradeildinni er líka eitthvað sem ég hlakka til og ég mun gera mitt besta í hjálpa Arsenal að vinna titla, ” Sagði Debuchy.

Comments

comments