Uncategorized — 01/12/2014 at 23:19

Debuchy nálgast.

by

Arsenal Unveil New Signing Mathieu Debuchy

Mathieu Debuchy telur að hann geti hafið æfingar að nýju í næstu viku. Þessi franski landsliðsmaður hefur misst af fimmtán leikjum síðan hann meiddist á ökla á móti Manchestar City um miðjan september.

Í viðtali við franskt dagblað sagði hann “Ég tel að ég byrji að æfa í næstu viku. Ég hef verið frá í tíu vikur og tíminn hefur verið lengi að líða en ég hef trú á að þetta sé að koma núna.

Callum Chambers hefur ásamt Hector Bellarin verið að sinna vaktinni á meðan Debuchy hefur verið í burtu og hefur Chambers náð að sanna sig að miklu leiti á þessum tíma, hefur spilað bæði bakvörð og miðvörð með miklum ágætum.

Magnús P.

Comments

comments