Uncategorized — 14/09/2014 at 12:31

Debuchy frá í tvo mánuði?

by

Mathieu Debuchy

Mathieu Debuchy er talin vera frá í tvo mánuði eftir öklameiðsli sem hann hlaut í leik Arsnal við Manchester City í gær. Samkvæmt franska blaðinu Le Parisien í morgun þá er Debuchy með sködduð liðbönd og gæti verið frá vellinum þangað til um miðjan nóvember.
Þetta klárlega skilur liðið eftir fáliðað í varnarhlutverkinu hægra megin með Jenkinson í burtu á láni hjá West Ham. Í leikmanna hópi eru samt menn sem gætu hugsanlega leyst þessa stöðu, Flamini og Bellerin eru þar á meðal og þá verður að teljast að spánverjinn fái sitt tækifæri í deildarbikarnum á móti Southampton eftir tíu daga en hver leikur á móti Dortumund í meistaradeildinni á þriðjudaginn verður bara að koma í ljós.

Magnús P.

Comments

comments