Uncategorized — 11/01/2015 at 16:30

Debuchy fór úr axlarlið

by

Arsenal Unveil New Signing Mathieu Debuchy

Ólukkan virðist elta bakvörðinn Mathieu Debuchy. Ekki er langt síðan hann kom til baka eftir þriggja mánaða ökklameiðsli en hann fór úr axlarlið í leiknum gegn Stoke City í dag.

Hector Bellerin kom inn á í hans stað en langan tíma getur tekið að jafna sig eftir að hafa farið úr axlarlið.

Arsene Wenger:
Hann fór úr lið og verður því frá í svolítinn tíma og mun hitta sérfræðinga

Almennt er talið að svona meiðsli jafni sig að fullu á fjórum til tólf vikum.

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments