Uncategorized — 27/07/2014 at 12:50

David Ospina semur við Arsenal

by

David Ospina

Arsenal.com staðfesti nú í þessu að félagið sé búið að festa kaupin á David Ospina markverði Nice í Frakklandi.

David Ospina, 25 ára gamall markvörður Kólumbíu átti glæsilega Heimsmeistarakeppni, hann hjálpaði liði sínu í 8- liða úrslitin í Brasilíu með mörgum fínum vörslum

Hann kemur til Arsenal frá franska liðinu Nice, þar sem hann lék 189 leiki á sex ára ferli sínum í Frakklandi.

Ospina kemur inn í liðið með mikinn styrk eftir að Arsenal þurfti að sjá eftir Lukas Fabianski til Swansea á frjálsri sölu. En kaupverðið á Ospina er talið vera um 3 milljónir punda.

Ospina hóf feril sinn með Atletico Nacional í Categoría Primera deildinni í Kólumbíu, aðeins 17 ára að aldri. Reyndur landsliðsmaður, hann hefur nú 49 spilaða landsleiki fyrir land sitt.

Það er gert ráð fyrir því að Ospina muni koma fram sem leikmaður Arsenal á Emirates Cup, sem fram fer á Emirates leikvanginum laugardaginn 2 ágúst þar sem liðið mætir Benfica og sunnudaginn 3 ágúst þar sem liðið mætir AS Monaco

Arsenal mun fljótlega tilkynna númer Ospina opinberlega á Instagram síðu sinni.

Arsenal vill bjóða David Ospina velkominn til félagsins og óska honum góðs gengi á næstu árum með
félaginu.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments