Uncategorized — 21/01/2015 at 06:27

,,Coquelin getur orðið topp miðjumaður”

by

Arsenal v Fulham - Premier League
Coquelin átti toppleik gegn Man City

Francis Coquelin hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á undanförnum vikum og hefur sú athygli sennilega aldrei orðið meiri en eftir sigurinn góða gegn Man City á Etihad á sunnudaginn var.

Coquelin hjálpaði varnarlínu Arsenal gríðarlega að gera verk sitt auðveldara með frábærum staðsetningum sínum og að stöðva sóknir City manna með því að komast inn í sendingar og fleira.

Félagi hans á miðjunni í City leiknum, Aaron Ramsey, sparaði ekki hrósið á Coquelin í viðtali við heimasíðu Arsenal.

Aaron Ramsey:
,,Hann hefur gert vel. Hann er á þeim aldri núna þar sem hann skilur leikinn betur og hann hefur gert mjög vel á undanförnum vikum.”

,,Þetta er spaugilegt hvað þetta getur breyst hratt í fótbolta. Eina vikuna var hann í láni hjá Charlton Athletic en síðan kemur hann til baka og er í liðinu í hverri viku.”

,,Hann vinnur boltan og heldur þessu einföldu. Vonandi getur hann byggt á þessu sem hann hefur verið að sýna og þá á hann möguleika á að vera klassa varnarmiðjumaður”

EEO

Comments

comments