Uncategorized — 15/12/2013 at 23:37

Club Level hópferð Arsenalklúbbsins

by

20131127-154039.jpg

Eftir tvær frábærar hópferðir á þessu tímabili, fyrst 2-0 sigur gegn Liverpool þar sem flug-crew-ið hjá WOW klæddist Arsenaltreyjum og svo gegn Everton núna í byrjun des þar sem hópurinn fékk mynd af sér með Theo Walcott, þá ætlar Arsenalklúbburinn og Gaman Ferðir að bjóða upp á fyrstu VIP hópferð í sögu klúbbsins.

Við erum að tala um Club Level hópferð, rúta til og frá flugvelli, skoðunarferð um Emirates, skoðunarferð um Arsenal safnið, gjafabréf í Arsenalbúðina og leikskrá sem fylgir miðunum á leikinn. Club Level býður upp á meiri lúxus en venjuleg sæti, engar biðraðir, leðursæti og frítt að drekka í hálfleik.

Allt um Club level hópferð klúbbsins og Gaman Ferða gegn Crystal Palace má finna hér:
http://gaman.is/ferdhir/fotboltaferdhir/arsenal?task=view_event&event_id=518

Stjórn Arsenalklúbbsins á Íslandi.

Comments

comments