Uncategorized — 04/07/2011 at 18:04

Clichy búinn að skrifa undir hjá City

by

Gael Clichy gekkst undir læknisskoðun og gekk frá nýjum samningi sínum við Manchester City í dag. City er talið hafa borgað 7 milljónir punda fyrir Clichy. Þetta hefur legið í loftinu í nokkra daga þannig að það er í raun ekki að koma neitt á óvart að hann skuli hafað skrifað undir hjá öðru liði.

Þetta er einnig afskaplega fyndið í ljósi þess sem Clichy sagði í viðtali árið 2009. “I really believe if you are a player who thinks only about money then you could end up at Manchester City” En þýtt yfir á íslensku getur þetta verið “Ég held því fram innilega að ef þú ert leikmaður sem hugsar bara um peninga að þá endaru sem leikmaður Manchester City.”

Arsene Wenger sagði á arsenal.com. “Við viljum þakka Gael fyrir 8 mjög góð ár hjá Arsenal, á þessum tíma gaf hann sitt allt fyrir liðið og hann hefur dafnað og stækkað sem leikmaður. Hann hefur verið mikilvægur leikmaður Arsenal öll þessi ár. Gael fer með okkar bestu óskum um velgengni í framtíðinni.”

Clichy segir “Ég hef átt 8 frábær ár hjá Arsenal og hef eignast mjög marga góða vini og minningar frá Higbury árunum og síðustu árum okkar á Emirates Stadium. Ég vill þakka öllum starfsmönnum Arsenal og einnig öllum stuðningsmönnum Arsenal sem hafa alltaf verið góðir við mig.”

Clichy skrifaði undir 4 ára samning við City og miðað við framstöðu hans síðustu tímabil hjá Arsenal þá held ég að Arsenal stuðningsmenn ættu að vera ánægðir með að annar leikmaður muni fylla stöðu vinstri bakvarðar næsta tímabil. Það er allavega mín skoðun.

Comments

comments