Uncategorized — 30/06/2011 at 14:32

Clichy á leið til Man City

by

Gael Clichy

Á leið til Manchester City

Gael Clichy mun að öllum líkindum fylgja Cesc Fabregas frá Arsenal nú í sumar en fréttir ganga nú á nær öllum fréttamiðlum þess efnis að hann sé mjög nálægt því að skrifa undir hjá Manchester City og verður hann þá seldur á 7 milljónir punda. Hagnaðurinn á þessum leikmanni fyrir Arsenal er því um 6-7 milljónir punda.

Clichy er einungis 25 ára og á aðeins eftir 1 ár af samningi sínum við Arsenal en hann var orðaður við bæði Paris Saint-Germain og Liverpool fyrr í sumar

Stjóri Manchester City, Roberto Mancini vantar sárlega nýjan vinstri bakvörð en hann hefur ekki verið sáttur við þá tvo sem fyrir eru hjá félaginu, þá Wayne Bridge og Aleksandar Kolarov

Tölfræði Clichy er ekkert til að hrópa neitt húrra fyrir eins og sjá má. 10 Stoðsendingar og 2 mörk fyrir Arsenal í 264 leikjum. Þessi tölfræði er tekin af Wikipedia.

Comments

comments