Uncategorized — 30/05/2015 at 11:46

Charlie Nicholas: Walcott í byrjunarliðið eða tapaðu leiknum!

by

Theo Walcott

Charlie Nicholas, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að Arsene Wenger verði að tefla fram Theo Walcott í bikarleiknum gegn Aston Villa í dag eða eiga í hættu að missa Theo Walcott í sumar og tapa leiknum.

Walcott á eitt ár eftir af samningi sínum en hann skoraði þrennu á lokadegi úrvalsdeildarinnar gegn West Brom.

„Ef Wenger spilar Walcott uppi á topp, þá vinnur Arsenal FA bikarinn og Theo skrifar aftur undir, það er svo einfalt.”

„Giroud hefur verið slakur og Wenger hefur verið að gefa leikmönnum tækifæri í FA bikarnum. Nú er tíminn fyrir Walcott.”

„Hann lítur út fyrir að vera beittur og hungraður, Wenger hefur haldið aftur af honum en leyfði honum að byrja gegn West Brom. Hann er 26 ára og kominn á skrið, Theo er tilbúinn til að verða topp klassa leikmaður og verður að byrja leikinn.”

„Giroud hefur verið slakur og er of kyrrstæður í leikjum. Ef þú ert varnarmaður Aston Villa, þá viltu spila gegn Giroud en ekki Walcott að taka sín hlaup í gegnum vörnina.”

„Sendingargeta Arsenal deyr í kringum svona kyrrstæða menn og það er það sem Giroud hefur verið undanfarnar vikur. Ef Walcott byrjar, þá ýtir það vörninni 10-15 metra dýpra til að dekka hraðan hans og það leyfir skapandi leikmönnum að vinna og valda usla.”

Leikur Aston Villa og Arsenal fer fram á Wembley klukkan 16:30 að íslenskum tíma.

EEO

Comments

comments