Uncategorized — 29/07/2015 at 04:27

Chambers verður ekki lánaður

by

Calum Chambers

Enski varnarmaðurinn Calum Chambers verður ekki lánaður frá Arsenal þrátt fyrir að vera aftarlega í goggunarröðinni í Arsenal liðinu.

Chambers átti fínt tímabil hjá Arsenal í fyrra en það var hans fyrsta hjá félaginu eftir að hann gekk til liðs við félagsins frá Southampton.

Chambers hefur aðallega spilað hægri bakvörð í gegnum tíðina en honum er ætlað hlutverk miðvarðar hjá Arsenal hins vegar.

,,Southampton hafa ekki reynt að fá hann aftur á láni og ég mun ekki íhuga það á þessari stundu. Ég vil þróa Chambers sem miðvörð og þessa stundina höfum við akkurat fjöldan af þeim sem við þurfum. Hann mun fá sína leiki,” sagði Arsene Wenger

Comments

comments