Uncategorized — 17/07/2015 at 06:00

Chamberlain: Í ár er mitt tækifæri!

by

Arsenal v Tottenham Hotspur - Premier League

Alex Oxlade-Chamberlain er tilbúinn í þá áskorun sem bíður hans á næstu leiktíð.

Chamberlain missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla en búist er við að hann spili stórt hlutverk í liðinu í upphafi leiktíðar í fjarveru Alexis Sanchez.

,,Það er alltaf gott að spila leik. Allir líta á undirbúningstímabilið í að koma sér af stað og þetta er gott tækifæri fyrir okkur alla að koma forminu í lag.”

,,Þetta er skref í rétta átt í að komast aftur í gott líkamlegt hreysti, ekki bara fyrir mig, heldur okkur alla. Okkur hlakkar til að byrja tímabilið. Ég horfi á hvert ár sem stórt ár og í ár er engin undantekning. Ég þjáðist mikið af meiðslum síðustu tvö tímabil sem er ekki eitthvað sem þú vilt og er alltaf pirrandi”

,,Ég horfi á þetta tímabil sem tækifæri. Fyrst og fremst verður þú að gera allt sem þú getur til að halda þér hraustum og ég er að vinna í því. Síðan veistu aldrei hvað gerist í fótbolta og verður að vera jákvæður og taka tækifærunum.

,,Núna er ég bara einbeittur á að verða hraustur aftur og byrja tímabilið í mínu besta formi til að gefa stjóranum höfuðverk yfir því að velja í liðið. Við erum allir að hugsa um það og mikil samkeppni á æfingum. Það hefur verið mjög hár staðall settur og jafnvel strákarnir sem voru að koma til baka líta vel út og tilbúnir. Við þurfum það.”

,,Það er ekki bara ég sem tel þetta vera gott tækifæri, þetta er gott tækifæri fyrir okkur alla. Fyrir mig sjálfan er þetta mikilvægt tímabil og ég mun nálgast það á sama hátt og öll hin.”

Comments

comments