Uncategorized — 03/08/2015 at 13:35

Chamberlain: Ég verð að skora meira

by

Arsenal v Tottenham Hotspur - Premier League

Alex Oxlade-Chamberlain var besti maður vallarins í gær þegar Arsenal lagði Chelsea, en hann skoraði sigurmark leiksins.

Að vonum var Chamberlain mjög ánægður með frammistöðuna og segist vilja skora fleiri mörk en hann hefur gert.

,,Ég veit ekki með það hvort þetta hafi verið undramark en það var mjög gott að sjá þennan fara inn. Ég skoraði mark í Emirates Cup og þetta er það sem ég þarf að gera í ár, það er enginn vafi á því og ég er ekki hræddur við að segja að ég verð að skora meira.”

,,Ég hef sett mér markmið persónulega svo að alltaf þegar ég er á vellinum er mikilvægt að ég reyni að hjálpa liðinu á einhvern hátt og mark eða stoðsending er eitthvað sem ég verð að gera. Það var mjög gott að skora á sunnudaginn og það var sérstakt að það var sigurmark.”

EEO

Comments

comments