Uncategorized — 12/08/2013 at 22:59

Chamakh til Crystal Palace (Staðfest)

by

chamakh120412

 

Marokkóski framherjinn Marouane Chamakh er endanlega genginn til liðs við Crystal Palace, en þetta staðfesti Arsenal.com fyrr í dag.

Chamakh er 29 ára og skoraði 14 mörk í 67 leikjum sem framherji en hann átti erfiða tíma þar sem hann var mikið á eftir van Persie í goggunarröðinni á sínum tíma.

Chamakh kom til liðsins á frjálsri sölu frá Bordeaux árið 2010 og er með 21 landsleik að baki fyrir Marokkó.

Arsenal á Íslandi óskar Chamakh alls hins besta og þakkar honum fyrir framlag sitt til félagsins.

Eyþór Oddsson

Comments

comments