Uncategorized — 05/01/2013 at 12:19

Chamakh lánaður til West Ham

by

Arsenal Training Session

Framherjinn Marouane Chamakh hefur verið lánaður til West Ham það sem eftir lifir þetta tímabil.

Chamakh sem kom frá Bordeaux byrjaði ferilinn sinn vel hjá Arsenal en frá og með áramótunum 2010/2011 hefur fjarað undan hjá honum.

Þetta tímabil hefur hann einungis spilað fjóra leiki en skoraði þó tvö mörk í 5-7 sigri á Reading í deildarbikarnum.

Búast má við því að fleiri leikmenn yfirgefi Arsenal á lán í janúar.

SHG

Comments

comments