Uncategorized — 10/08/2011 at 15:51

Chamakh heldur að Nasri og Fabregas fari

by

Framherjinn Marouane Chamakh segist vera þess fullviss að bæði Samir Nasri og Cesc Fabregas muni fara frá Arsenal áður en félagsskiptaglugganum verði lokað í lok Ágúst en þeir fái þó ekki að fara fyrr en Wenger hefur fundið leikmenn til að taka þeirra stöðu, þetta sagði Chamakh í viðtali við L’Equipe TV í Frakklandi á dögunum.

Chamakh finnst það pínu vandræðalegt hversu langan tíma það hafi tekið að finna leikmenn til að leysa þá báða af og bendir á að fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Bordeaux, Yoann Gourcuff sé rétti maðurinn til að leysa stöðu Samir Nasri en Ivan Gazidis sem er nokkurskonar forstjóri Arsenal FC sagði á fundi fyrir nokkrum dögum að aðal ástæða þess hversu illa hafi gengið á leikmannamarkaðnum í sumar sé sú að umboðsmenn séu að vilja of mikil laun.

Það verður þó að teljast afar ólíklegt að Gourcuff sé eitthvað á leið til Arsenal þar sem hann er meiddur en það er þó vitað af því að Arsene Wenger hefur lengi fylgst með honum.

Comments

comments