Uncategorized — 12/04/2012 at 11:58

Chamakh aftur til Bordeaux

by

Samkvæmt fréttum frá Englandi þá verður að teljast ansi líklegt að Marouane Chamakh fari frá Arsenal í sumar og nú er talið mjög líklegt að hann muni snúa aftur til Bordeaux í Frakklandi.

Chamakh kom til Arsenal á frjálsri sölu í Maí 2010 og skoraði heil 11 mörk á sinni fyrstu leiktíð með Arsenal. Nú í vetur hefur Chamakh aðeins spilað í 9 leikjum í Ensku Úrvalsdeildinni og aðeins byrjað einn leik.

Það hefur nú ekki beint hjálpað Chamakh að hann var myndaður við það að reykja pípu fyrr í vetur.

Líklega verður þó ansi erfitt fyrir Boreaux að borga honum 50.000 pund á viku í laun eins og Arsenal gerir. Paris Saint-Germain eru einnig sagðir hafa áhuga.

 

Comments

comments