Uncategorized — 30/06/2015 at 02:25

Cech: Wenger sannfærði mig!

by

cech3

Markvörðurinn Petr Cech gekk í gær í raðir Arsenal frá Chelsea. Cech var í einlægu viðtali við heimasíðu Arsenal þar sem hann talar um allt milli himins og jarðar sem tengjast félagaskiptunum og minningar af því að spila gegn Arsenal.

Cech talar um að Wenger hafi náð að sannfæra hann um metnað klúbbsins og að þeir deili sama metnaðinum.

,,Þetta er spennandi. Ég kom í ensku úrvalsdeildina fyrir löngu og elska enn að spila hérna og elska áskoranirnar sem hún býður upp á með þeim frábæru leikmönnum og liðum sem þú spilar gegn í hverri viku. Arsenal er lið sem berst á toppnum og við deilum sama eldmóð og áhugahvöt. Ég trúi á þessum tímapunkti að ég hafi tekið mjög góða ákvörðun og muni ná þeim árangri sem ég vonast eftir.”

,,Ég myndi segja að viðhorf Arsenal þegar þeir leituðu til mín hafi orðið til þess að ég vildi koma. Á fyrsta fundinum talaði ég við Wenger og augljóslega var það stór munur því ég er enn jafn hungraður og hef sömu áhugahvöt og seiglu í að vinna titla og ég hafði fyrir 10-15 árum sem krakki. Þegar ég talaði við hann trúði ég að ég væri að finna mér lið sem vill vera sigursælt og berjast við þau bestu í Evrópu svo að verkefnið var spennandi”

,,Þetta var ein erfiðasta ákvörðun mín að fara frá Chelsea, en á síðasta ári áttaði ég mig á því að ég er ekki á þeim stað á ferlinum að ég eigi að sitja á bekknum. Ég vil vera að spila, ég vil geta barist um stöðu mína í liðinu og ég vill vera gagnlegur fyrir liðið og gera vanalega hluti. Ég vona að ég hafi þann möguleika að berjast um stöður hér hjá Arsenal og vona að ég geti komið með það litla aukalega í liðið sem hjálpar.”

,,Ég trúi því að enska úrvalsdeildin sé besta deild heims og að hafa spilað svona lengi hérna er mér til góðs og ég veit við hverju á að búast. Þetta árið verð ég hjá öðrum klúbb en það hjálpar mér að ég hef þegar aðlagast, ég veit við hverju á að búast á nánast hverjum einasta velli á Englandi með stílnum sem spilað er. Þetta er frábær áskorun að vera að spila gegn bestu leikmönnum heims og ég vildi alltaf spila hér og vera hluti af deildinni. Að fá tækifæri til að halda áfram í liði sem hefur áhugahvöt til að berjast um titla og berjast við bestu liðin var áskorun fyrir mig og ég verð að segja að þegar ég talaði við Wenger um metnað og áhugahvöt klúbbsins, þá var það skýrt að ég vildi vera hluti af þessu.”

,,Ég átti gott samtal við Wenger og þetta var í fyrsta sinn eftir að klúbburinn nálgaðist mig að ég gat átt við hann einkasamtal svona lengi. Hann hjálpaði mér að trúa að þetta væri rétta skrefið og að þetta sé klúbbur með mikinn metnað. Ég hef mikla persónulega áhugahvöt og metnað og klúbburinn er á sama stigi. Þetta er spennandi tími fyrir mig, þetta er verkefni þar sem Arsenal stuðningsmenn og klúbburinn hafa verið að bíða eftir deildartitli og þetta er tækifæri fyrir mig að koma með mína reynslu og þetta litla auka í liðið og vonandi tekst okkur það.”

,,Ég hef talað við Rosicky um klúbbinn, augljóslega þegar við áttum tíma saman með landsliðinu en á þeim tíma vissi ég ekki hvað myndi gerast. Hann virðist alltaf hamingjusamur og elskar að spila fyrir Arsenal. Hann var spenntur fyrir þeirri hugmynd að ég kæmi. Hann sagði mér fullt af góðum hlutum og hann var einn af ástæðunum fyrir að ég ákvað að láta reyna á það og tala við Arsenal. Síðan héldu viðræður áfram og hér er ég í dag, mjög ánægður með að þetta heppnaðist.”

,,Fyrsta skipti sem ég spilaði gegn Arsenal var á Highbury og ég var hissa á stærðinni á vellinum því ég hélt hann væri aðeins stærri. Þegar þú ert á vellinum virkar hann frekar þröngur. Í fyrsta sinn sem ég spilaði fékk ég á mig mark þegar Henry skaut hraðri aukaspyrnu og kom okkur á óvart en við náðum í mikilvægt 2-2 jafntefli sem lét okkur seinna vinna titilinn, svo að það er mín fyrsta reynsla af því að spila gegn Arsenal. Liðið færði sig síðar á Emirates og það er alltaf gaman að spila þar vegna fegurðar vallarins á hverju ári. Þú ert gestur og þú veist að það verður erfitt gegn teknísku Arsenal liði og það var alltaf mikið próf fyrir okkur en við virðumst hafa náð árangri undanfarin ár. Vonandi breytist það núna!”

,,Ég tel að handritið gæti ekki hafa verið betur skrifað fyrir stuðningsmenn en að fá að spila fyrsta leikinn gegn Chelsea því þetta verður einn af þeim dögum sem eru mjög spennandi en mjög skrítnir á sama tíma. Ég verð að segja að ég hef verið hjá Chelsea í 11 ár og átt góðu gengi að fagna og frábærar minningar þá verður skrítin tilfinning að spila gegn þeim. Þegar þú ert á vellinum spilarðu fyrir þitt lið og þú vilt vinna. Yfir árið geturðu spilað gegn vinum, stórum vinum og nánum vinum en þegar þú kemur á völlinn fer vináttan í burtu og þú einbeitir þér að því að vinna leikinn”

EEO

Comments

comments