Uncategorized — 18/07/2015 at 22:52

Cech: Fyrsti leikur ógleymanlegur

by

cech7

Markvörðurinn Petr Cech segir að hann muni aldrei gleyma sínum fyrsta leik fyrir félagið, en hann spilaði í fyrsta sinn í liði Arsenal sem vann Barclays Asia Trophy í dag með 3-1 sigri á Everton.

Cech átti margar lykil markvörslur og þótti standa sig vel í leiknum.

,,Það er frábært að vinna leik. Það sem skipti aðallega máli var að verða hraustur og spila vel, að gera sig tilbúinn fyrir úrvalsdeildina og þær snemmbúnu áskoranir. Þetta var fyrsti leikur minn og fyrsti leikur fyrir suma aðra stráka, en ég naut liðsheildarinnar sem við lögðum í þetta og í lokin áttum við frábæran leik”

,,Ég er mjög ánægður því fyrsti leikurinn er mjög mikilvægur og auðvitað vildi ég eiga góðan fyrsta leik. Ég er ánægður, fyrsti leikur og fyrsti titill. Ef þetta getur haldið áfram svona verð ég ánægður.”

,,Þetta hefur verið frábær vika því við höfum verið að vinna vel. Við áttum tvö mjög jákvæða leiki og við getum farið aftur heim til London ánægðir með það sem við afrekuðum hér. Aðal markmiðið var að komast í form og það er mikilvægt að vinna leiki jafnvel þó þú sért þreyttur.”

,,Allt hefur verið frábært en það minnisstæðasta er sennilega fyrsti leikurinn. Þegar þú spilar hann hafa allir miklar væntingar og þegar þú vinnur leikinn er það eitthvað sem maður man.”

EEO

Comments

comments