Uncategorized — 28/08/2014 at 14:06

Cazorla nær 100 leikjum fyrir Arsenal

by

Cazorla

Santiago Cazorla 29 ára leikmaður Arsenal hefur nú bæst við hóp um 207 fyrrum Arsenal leikmanna og spilað 100 leiki fyrir félagið og þar má nefna leikmenn eins og Thierry Henry, Ray Parlour, David Seaman, Robert Pires og marga aðra frábæra leikmenn.

Cazorla spilaði sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í 0 – 0 jafntefli gegn Sunderland þann 18 Ágúst 2012.

Leikmaðurinn náði þessu markmiði þegar að hann spilaði allan leikinn í gær í 1 – 0 sigri gegn Besiktas í leiknum um að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Cazorla kom til Arsenal árið 2012 frá Malaga á spáni þar sem að leikmaðurinn spilaði einungis í 1 ár og spilaði 38 leiki og skoraði í þeim 9 mörk.

Leikmaðurinn hefur komið mjög vel inn í Arsenal liðið og sýnt að margur er knár þótt að hann sé smár.

Cazorla hefur spilað 68 byrjunarliðsleiki í Úrvalsdeildinni og komið 3 af bekknum,  hefur spilað 6 byrjunarliðsleiki í FA bikarnum og komið inn 3 sem varamaður, hann hefur spilað 15 byrjunarliðsleiki í leikjum Meistaradeildar Evrópu og 2 leiki sem varamaður. Í deildarbikarnum hefur hann spilað aðeins 2 leiki og svo spilaði hann og skoraði í sigurleiknum gegn Manchester City í samfélagsskyldinum. Í þessum 100 leikjum hefur hann skorað 20 mörk og hefur gefið 24 stoðsendingar.

Hér fyrir ofan getið þið séð tölfræðina hjá Santi Cazorla.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments