Uncategorized — 16/09/2013 at 12:54

Cazorla missir af næstu sex leikjum

by

Arsenal v Tottenham Hotspur - Premier League

Santi Cazorla sem spilaði hvern einasta deildarleik í fyrra missir af næstu sex leikjum Arsenal. Hann er meiddur í ökla og mun ekki koma til baka fyrr en eftir næsta landsleikjahlé.

Cazorla hefur verið frábær síðan hann kom frá Malaga í fyrra en hefur litla hvíld fengið, bæði frá Arsenal og Spáni. Arsenal hefur ekki úr stærsta hóp að velja og Spánverjar hafa ferðast samtals fimm hringi í kringum hnöttinn síðustu þrjú ár til að spila landsleiki.

Vonandi lengist þessi tími ekkert og við fáum að sjá Cazorla gegn Norwich 19. október.

SHG

Comments

comments