Uncategorized — 11/06/2011 at 01:04

Carl Jenkinson fyrstur inn

by

Það er staðfest að fyrsti nýi leikmaður Arsenal þetta sumarið er 19 ára varnarmaður að nafni Carl Jenkinson sem kemur frá Charlton.

Kaupverðið á Jenkinson er talið vera um 3 milljónir punda en hann spilaði 9 leiki með Charlton í ensku 1.deildinni á síðasta vetri. Hann er hægri bakvörður en getur einnig spilað sem miðvörður enda er hann 187cm hár.

Hann er fæddur í Englandi en hann á finnska móður og getur því valið hvort hann spilar með enska eða finnska landsliðinu og hefur spilað með báðum landsliðum í unglinga landsliðsleikjum. Síðasta tímabil var hann meðal annars fyrirliði U-19 liðs Finnlands.

Comments

comments