Uncategorized — 19/07/2011 at 15:22

Campbell díllinn dauður og grafinn

by

Leikmenn Arsenal halda áfram að æfa fyrir komandi tímabil og á meðan heldur slúðrið og allar sögusagnirnar áfram á fréttmiðlum netsins.

Það sem virtist fyrir nokkrum dögum vera frágengið og klappað og klárt er nú dauður díll, þá er ég að meina kaup Arsenal á Joel Campbell frá Kosta Ríka en svo virðist sem faðir drengsins hafi fengið dollara merki í augun og er ekki tilbúinn til að semja við neitt lið fyrr en U-20 Heimsmeistarakeppnin er búin.

Forseti félagssins sem Campbell spilar með sagði “Ég giska á að faðir hans haldi að allt verði betra að lokinni U-20 keppninni, en það er mikil áhætta sem hann er að taka, mér þykir það miður að leikmaður frá Kosta Ríka skuli ekki vera með leikmann hjá Arsenal á þessari stundu.”

 

Comments

comments