Uncategorized — 28/07/2014 at 14:46

Calum Chambers semur við Arsenal

by

Calum Chambers

Arsenal hefur fest kaupin á hægri bakverðinum efnilega Calum Chambers frá Southampton á 12 milljónir punda.

,,Ég hlakka til að hitta nýja liðsfélaga mína í dag og byrja undirbúning fyrir tímabilið sem er framundan,” sagði Chambers á Twitter síðu sinni í dag.

Þessi 19 ára gamli leikmaður mun berjast við Mathieu Debuchy um hægri bakvarðar stöðuna hjá Arsenal en hann kom til félagsins frá Newcastle United á dögunum.

Þeir munu fylla skarð Bacary Sagna sem gekk í raðir Manchester City fyrr í sumar á frjálsri sölu.

Koma Chambers til Arsenal þýðir að Carl Jenkinson sé líklega á förum frá félaginu, en West Ham og Hull City hafa áhuga á þessum efnilega bakverði Arsenal og Englands.

Calum Chambers hefur spilað um 21 leik fyrir aðallið Southampton frá árinu 2012 – 2014. Einnig hefur Chambers spilað 24 landsleiki fyrir U-17 og U-19 ára landslið Englendinga og skorað í þeim 5 mörk.


Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments