Uncategorized — 16/06/2011 at 17:16

Cahill og Gervinho. Jafnvel Larsson líka.

by

Soccernet segir frá því í dag að Gervinho muni skrifa undir 4 ára samning hjá Arsenal á komandi dögum og er talið að hann muni kosta Arsenal 10.5 milljónir punda. Gervinho sem er frá Fílabeinsströndinni hefur leikið undanfarin ár í frönsku deildinni með Lille og varð franskur meistari með Lille nú í Maí. Hann hefur leikið 67 leiki og skorað í þeim 28 mörk fyrir Lille.

Arsenal er einnig sagt vera í samningaviðræðum við Bolton um kaup á miðverðinum Gary Cahill og er talið að kaupverðið á honum verði um 15 milljónir punda.

Sebastian Larsson sem spilaði með Arsenal á árunum 2004 til 2007 er einnig orðaður við Arsenal en hann er samningslaus. Hann var seldur til Birmingham árið 2007 og hefur spilað 157 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 18 mörk. Hann er 26 ára.

http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/928605/arsenal-expected-to-seal-L10.5m-gervinho-deal?cc=5739

http://www.metro.co.uk/sport/football/866531-arsenal-in-discussions-over-gary-cahill-and-sebastian-larsson-deals

Comments

comments