Uncategorized — 26/09/2014 at 20:50

Byrjunarliðin í leik Arsenal ogTottenham?

by

Byrjunarliðin í Arsenal vs Tottenham !

Arsenal og Tottenham mætast í einum stærsta nágrannaslag ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 á morgun í beinni á Stöð 2 Sport.

Per Mertesacker og Kieran Gibbs muna koma að öllum líkindum inn í lið Arsenal aftur eftir að hafa verið á bekknum gegn Southampton í deildabikarnum þar sem þeir voru tæpir vegna meiðsla.  Flamini kemur aftur inn í hópinn eftir meiðsli og byrjar á bekknum.

Nacho Monreal og Mathieu Debuchy eru hins vegar ennþá frá keppni þar sem að þeir glíma ennþá við slæm meiðsli.

Lítil meiðsli eru hjá Tottenham en Kyle Walker er sá eini sem er fjarri góðu gamni og má því búast við að Tottenham stilli upp sterku liði og þar má nefna fyrrum Arsenal leikmannin, Emmanuel Adebayor, sem að spilaði fyrir Arsenal í 3 ár og spilaði 104 leiki og skoraði í þeim 46 mörk.

Comments

comments