Burnley í fyrsta heimaleiknum á morgun

Dagur Arsenal manna mun byrja snemma á morgun þar sem Arsenal á leik klukkan 11:30 í fyrramálið gegn Burnley, þetta er fyrsti leikurinn á þessu tímabili á heimavelli og að sjálfsögðu ætlum við að ná í stigin þrjú.

Þeir félagar Mesut Ozil og Sead Kolašinac eru byrjaðir að æfa aftur eftir að hafa verið frá æfingum vegna þess sem gerðist er þeir urðu fyrir árás gengja um daginn. En þeir fengu einfaldlega ekki að spila með Arsenal um síðustu helgi vegna öryggisástæðna. Þetta er allt hið furðulegasta mál sem vonandi endar vel.

Enn er stór spurning hvort Nicolas Pepe muni byrja leikinn gegn Burnley en Emery hefur sagt að hann sé að ná fullri getu eftir sumarfrí og því spurning hvort Emery treysti honum í byrjunarliðið.

En mig grunar að það verði aðeins ein breyting á byrjunarliðinu frá því í Newcastle leiknum, Pepe kemur inn og Mkhitaryan fer á bekkinn.

Svo virðist sem Mohamed Elneny sé á leið frá félaginu en Galatasary hefur verið nefnt sem hans næsta félag. Við skulum vona að hann fái að fara á réttum kjörum fljótlega því ég er ekki að sjá hann spila mikið með Arsenal á þessu tímabili. Og að öðrum Arsenal manni, William Saliba hefur gengist undir aðgerð vegna meiðsla sem hann náði sér í undir lok síðasta tímabils og mun hann verða frá keppni næstu 6 vikurnar.

Hér að neðan má svo sjá svokallaða BenchCam frá Newcastle leiknum, ég gjörsamlega elska hvað Emery er lifandi á línunni og tekur mikinn þátt í leiknum.