Uncategorized — 18/11/2013 at 14:13

Búningavesen á Flamini

by

Manchester United v Arsenal - Premier League

Flest öll lið hafa ákveðnar hefði þegar kemur að leikdögum. OG ein af þeim hefðum sem Arsenal hefur státað af í tugi ára er að allir leikmenn liðsins klæðast ein treyju og fyrirliðinn. Ef fyrirliðinn vill vera í langerma treyju þá eru allir aðrir þannig.

Það hafa að vísu oft verið dæmi um að leikmenn bretti upp ermarnar, Theo Walcott er til dæmis vanur að gera það. En að mati Vic Akers búningastjóra Arsenal þá steig Flamini yfir línu í síðasta leik þegar Arsenal tapaði fyrir Manchester United.

Eins og sjá má á myndinni fyrir ofan þá ákvað Flamini að klippa í burtu ermarnar. Vic tók ekki eftir þesu fyrr en í hálfleik og lét svo Flamini virkilega heyra það eftir leik. Eflaust má ætla að úslitin hafi einnig haft áhrif á reiði Vic. En enginn leikmaður er stærri en liðið og við ætlumst til þess að leikmenn virði hefðir og venjur okkar ástkæra liðs.

Sagna tók undir með Vic eftir leik og sagði af öllum leikjum þá var þetta ekki rétti leikurinn til að vanvirða treyjuna því þessar treyjur sem notaðar voru gegn United voru með “Poppy” merkinu og verða boðnar upp.

Spurning hvort treyjan verði ekki bara verðmætari vegna þessarar uppákomu!

Að neðan má sjá mynd af “alvöru” stuttermabol sem hefur ekki verið klipptur.

Arsenal Kit Launch

 

SHG

Comments

comments