Uncategorized — 19/08/2014 at 15:37

Breytingar á miðamálum

by

IMG_1028

Eftir að hafa haft miðamál Arsenalklúbbsins óbreytt í mörg ár hefur miðastjórnin tekið þá ákvörðun að breyta til.

Þegar sótt er um miða þá verður gefinn ákveðinn frestur til að borga 10.000 kr. staðfestingargjald. Ef það er ekki gert þá fer umsókn ekki í gegn. Ef við fáum svo ekki miða þá verður endurgreitt. Ef við fáum dýrari miða þá borgast það sem vantar upp á síðar, eða þegar endanlegt verð er staðfest af Arsenal F.C.

Þó það komi fram í reglum klúbbsins að pöntun sé bindani þá rekum við allt of oft á okkur að fólk hættir við þegar miðarnir eru komnir til okkar eða hefur keypt miða á öðrum stöðum sem eru miklu dýrari.

Við erum ekki með miða á lager og því er bara keypt fyrir þá sem panta, stundum fáum við færri en við viljum og förum þá aðrar leiðir í að hjálpa fólki. En aldrei er það þannig að við pöntum umfram það sem sótt hefur veruð um hjá okkur. Við leggjum ekkert á þessa miða og höfum því ekki efni á að sitja uppi með þá.

Einungis er búið að vinna úr fjórum leikjum hjá Arsenal, þremur þar sem félagsmönnum var gefinn kostur á að sækja um. Og í tveimur leikjum höfum við lent í veseni. Það bjargaðist fyrir horn í einum leiknum en fyrir tilviljun formanns miðanefndar var hægt að koma í veg fyrir að 12 umfram miðar væru pantaðir. Þar sem sami sex manna hópurinn hafði pantað tvisvar miða, sitthvor aðilinn en hvorugur lét svo vita að þeir hefðu keypt miða sem voru rúmlega þrisvar sinnum dýrari. Og nýjasta dæmið er, að 15 dögum eftir að miðastjórnin staðfestir að félagsmaður fái þá miða sem sótt var um þá er hætt við því flug sé of dýrt í dag! Var það svona dýrt fyrir 15 dögum, eða 19 dögum þegar enn var frestur að hætta við miðakaup?

Þetta er hundleiðinleg breyting en eitthvað sem við sjáum okkur knúin til að gera.

Miðastjórn Arsenalklúbbsins.

Comments

comments