Uncategorized — 12/08/2012 at 07:30

Bould einblínir á smáatriðin segir Vermaelen

by

Thomas Vermaelen trúir því að aðferðir Steve Bould sem ráðinn var aðstoðarþjálfari Arsenal í sumar muni hjálpa liðinu varnarlega.

Steve Bould spilaði á sínum tíma 287 leiki í hjarta varnarinnar hjá Arsenal. Hann var í liði Arsenal sem talið var virkilega leiðinlegt lið því þeir lögðu svo mikið upp úr varnarleik og unnu marga leiki 1-0.

“Það er mjög þægilegt að vinna með Steve, sérstaklega fyrir varnarmenn þa rsem hann var varnarmaður sjálfur,” sagði Vermaelen við Arsenal Player.

“Hann veit um hvað þetta snýst og gefur okkur mörg góð ráð. Hann vinnur mikið með liðsmótununina og það er mikilvægt. Ég er því mjög ánægður að hann byrjaði að vinna með aðalliðinu.”

“Hann er mjög fókuseraður og einblínir mikið á smáatriðin. Margir okkar kunna alveg að sila fótbolta. En Bould pælir í líkamsstöðu og öll svoleiðis smáatriði, í sannleika sagt þá hef ég lært mikið af honum.”

Comments

comments