Uncategorized — 16/06/2011 at 15:40

Botelho og Wellington áfram í láni ?

by

Pedro Botelho (22) og Wellington Silva (18) eru tveir ungir leikmenn frá Brasilíu sem hafa verið í láni á Spáni undanfarið og munu líklega vera áfram í láni hjá spænskum liðum næsta vetur. Levante hefur sýnt þeim báðum áhuga. Þeir eru hvorugir líklegir til að fá atvinnuleyfi á Englandi.

Botelho hefur verið í láni hjá Salamanca, Celta Vigo og Cartegena síðustu 3 ár en hann spilar sem vinstri bakvörður.

Wellington spilaði með Levante síðasta vetur eftir að hafa verið keyptur frá Fluminense í Brasilíu. Í lok síðustu leiktíðar var hinsvegar sett spurningamerki við hann þar sem hann lennti víst í veseni með skapið í sér á almannfæri. Levante er hinsvegar tilbúið að gefa honum annað tækifæri enda þarf hann það til að sanna sig fyrir Arsene Wenger.

Comments

comments