Uncategorized — 15/10/2011 at 22:36

Boltinn byrjaður að rúlla aftur

by

Þá er Úrvalsdeildin komin á fullt aftur og Sunderland kemur í heimsókn á Emirates Stadium á morgun klukkan 12:30. Leikmenn hafa verið að spila með sínum landsliðum undanfarna daga og áttu nokkrir Arsenal leikmenn góða leiki með sínum landsliðum.

Oxlade-Chamberlain kjöldró Íslenska U-21 liðið í Laugardalnum og skoraði 3 mörk, Arshavin átti góða leiki fyrir Rússa, án þess þó að skora. Chamakh skoraði fyrir Marokkó og Ju Young Park skoraði þrjú mörk fyrir Suður Kóreu. Engin teljandi ný meiðsli eru á liðinu eftir þessa landsleikja viku.

Rosicky er tæpur, Diaby er byrjaður að æfa en þó ekki í leikformi, Vermaelen er 2 vikur frá því að geta byrjað að æfa á fullu, Sagna og Wilshere eru meiddir.

Sunderland eru í 16 sæti, hafa aðeins unnið einn leik, gert þrjú jafntefli og tapað þremur leikjum, Með 6 stig. Arsenal eru í 15 sæti, hafa tapað fjórum leikjum, gert eitt jafntefli og unnið tvo sigra. Þannig að á pappírnum séð þá gæti þetta verið jafn leikur en við skulum vona að leikmenn fari nú að stíga upp og ná sigrum.

Líklegt liðSzczesny, Jenkinson, Mertesacker, Koscielny, Gibbs, Song, Ramsey, Arteta, Walcott Gervinho, Van Persie.

Í dag voru leikir í Úrvalsdeildinni. Manchester United og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli þar sem skúrkurinn í liði Manchester United var Ryan Giggs. Manchester City rústaði Aston Villa 4-1 og sitja núna í efsta sæti deildarinnar með 2 stigum meira en Manchester United. Norwich vann Swansea 3-1 og verður að teljast ansi líklegt að Swansea verði fyrsta liðið sem verður rekið aftur niður um deild. QPR og Blackburn gerður 1-1 jafntefli þar sem Heiðar Helguson skoraði mark fyrir QPR. Stoke vann Fulham 2-0. Bolton vann Wigan á útivelli 3-1 og Chelsea vann Everton 3-1 á Stamford Bridge.


Comments

comments